Blabjorg Guesthouse

Blábjörg gistiheimili er staðsett í miðju þorpinu við gömlu höfnina. Við bjóðum upp á bæði herbergi með sameiginlegum baðherbergjum og einnig íbúðir.

Innifalið í öllum okkar verðum er morgunverður og einnig aðgangur að Spainu okkar. Þar erum við með heita potta og gufuböð, bæði inni og úti.

Svæðið umhverfis gistihúsið er vinsælt fyrir gönguleiðir og fuglaskoðun. Margar gönguleiðir í boði og stutt í Hafnarhólmann þar sem lundinn ræður ríkjum.